Guðjón Þórðarson hefur verið ráðinn sem þjálf­ari knatt­spyrnuliðs Vík­ings í Ólafs­vík. Guðjón tekur við starfinu af Jóni Páli Pálmasyni sem var vikið frá störfum í vikunni.

Guðjón mun taka formlega við liðinu eftir leik Ólafsvíkinga gegn Aftureldingu á föstudaginn. Brynjar Kristmundsson, aðstoðarþjálfari Ólafsvíkurliðsins, mun stýra liðinu í þeim leik.

Þessi þaulreyndi þjálfari hóf þjálfaraferilinn árið 1987 en Guðjón hefur meðal annars þjálfað lið ÍA, KA, KR, Stoke City, Crewe, Notts County og Grindavík ásamt því að hafa þjálfað íslenska karlalandsliðið.

Hann þjálfaði síðast lið NSÍ í Fær­eyj­um á síðasta ári en lið hans hafnaði í þriðja sæti úr­vals­deild­ar­inn­ar þar í landi.

Í tilkynningu Víkings Ó segir: „Guðjón þarf ekki að kynna fyrir áhugamenn um knattspyrnu enda einn reyndasti þjálfari landsins. Stjórn Víkings Ó. býður Guðjón velkominn til starfa og væntir mikils af samstarfinu."