Spretthlauparinn Guðbjörg Jóna Bjarna­dótt­ir bætti eigið Íslands­met í 200 metra hlaupi þegar hún hljóp á ung­menna­móti MÍ í frjáls­um íþrótt­um en mótið fór fram á Sel­fossi um helg­ina. 

Guðbjörg kom fyrst í mark í úr­slit­um í 200 metra hlaupi í flokki stúlkna, 20-22 ára, og hljóp á tím­an­um 23,45 sek­únd­um.

Fyrra met Guðbjarg­ar í grein­inni var 23,47 sek­únd­ur en það setti hún á Ólympíuleikum æskunna í Bu­enos Aires síðasta sumar.

Þetta er í fjórða skipti sem Guðbjörg bæt­ir Íslands­metið í 200 metra hlaupi en hún er aðeins 17 ára göm­ul. Að þessu sinni bætti hún metið um tvo hundraðshluta.