Sport

Guðbjörg Jóna vann líka 200 metra hlaupið

Hlaupakonan efnilega, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, heldur áfram að sanka að sér verðlaunum.

Tiana Ósk og Guðbjörg Jóna urðu í tveimur efstu sætunum í 100 og 200 metra hlaupunum á Norðurlandamótinu í frjálsum íþróttum. Mynd/FRÍ

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í dag Norðurlandameistari 19 ára og yngri í 200 metra hlaupi. Hún vann einnig 100 metra hlaupið í gær.

Guðbjörg Jóna hljóp á 23,51 sekúndum. Það er bæting á Íslandsmeti hennar en hún fékk það ekki skráð þar sem meðvindur var of mikill í dag (3,1 m/s).

Líkt og í 100 metra hlaupinu varð Tiana Ósk Whitworth í 2. sæti í 200 metra hlaupinu í dag. Hún kom í mark á 24,00 sekúndum.

Guðbjörg Jóna hefur staðið sig vel í sumar en skemmst er að minnast þess að hún varð Evrópumeistari 18 ára og yngri í 100 metra hlaupi í síðasta mánuði. Á sama móti fékk hún brons í 200 metra hlaupi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Fjórði sigur Hamranna í röð

Enski boltinn

Fékk nýjan samning í jólagjöf

Körfubolti

Rodriguez með þrefalda tvennu

Auglýsing

Nýjast

Eriksen kom Spurs til bjargar

Mæta Spáni í HM-umspili

City á toppinn eftir sigur á Gylfa og félögum

Anton sló fjórða Íslandsmetið

Sóknarþungi Liverpool mætir míglekri vörn United

Guðrún Brá hefur leik í Marrakesh

Auglýsing