Sport

Guðbjörg Jóna vann líka 200 metra hlaupið

Hlaupakonan efnilega, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, heldur áfram að sanka að sér verðlaunum.

Tiana Ósk og Guðbjörg Jóna urðu í tveimur efstu sætunum í 100 og 200 metra hlaupunum á Norðurlandamótinu í frjálsum íþróttum. Mynd/FRÍ

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í dag Norðurlandameistari 19 ára og yngri í 200 metra hlaupi. Hún vann einnig 100 metra hlaupið í gær.

Guðbjörg Jóna hljóp á 23,51 sekúndum. Það er bæting á Íslandsmeti hennar en hún fékk það ekki skráð þar sem meðvindur var of mikill í dag (3,1 m/s).

Líkt og í 100 metra hlaupinu varð Tiana Ósk Whitworth í 2. sæti í 200 metra hlaupinu í dag. Hún kom í mark á 24,00 sekúndum.

Guðbjörg Jóna hefur staðið sig vel í sumar en skemmst er að minnast þess að hún varð Evrópumeistari 18 ára og yngri í 100 metra hlaupi í síðasta mánuði. Á sama móti fékk hún brons í 200 metra hlaupi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Haukur valinn bestur á EM

Íslenski boltinn

Kennie tryggði KR sigur gegn KA

Enski boltinn

Brighton lagði Man.Utd að velli

Auglýsing

Nýjast

Íslenska liðið varð að sætta sig við silfur

Agüero kominn upp að hlið Fowler

Öll þrjú synda til úrslita síðdegis

Rúnar Alex og félagar eru með fullt hús stiga

Róbert vann silfur og setti Íslandsmet

Chelsea vann Arsenal í fjörugum leik

Auglýsing