Sport

Guðbjörg Jóna vann líka 200 metra hlaupið

Hlaupakonan efnilega, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, heldur áfram að sanka að sér verðlaunum.

Tiana Ósk og Guðbjörg Jóna urðu í tveimur efstu sætunum í 100 og 200 metra hlaupunum á Norðurlandamótinu í frjálsum íþróttum. Mynd/FRÍ

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í dag Norðurlandameistari 19 ára og yngri í 200 metra hlaupi. Hún vann einnig 100 metra hlaupið í gær.

Guðbjörg Jóna hljóp á 23,51 sekúndum. Það er bæting á Íslandsmeti hennar en hún fékk það ekki skráð þar sem meðvindur var of mikill í dag (3,1 m/s).

Líkt og í 100 metra hlaupinu varð Tiana Ósk Whitworth í 2. sæti í 200 metra hlaupinu í dag. Hún kom í mark á 24,00 sekúndum.

Guðbjörg Jóna hefur staðið sig vel í sumar en skemmst er að minnast þess að hún varð Evrópumeistari 18 ára og yngri í 100 metra hlaupi í síðasta mánuði. Á sama móti fékk hún brons í 200 metra hlaupi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Veit vel hversu gott lið Ísland er með

Fótbolti

Birkir reynst Frökkum erfiður undanfarin ár

Handbolti

Fékk þau svör sem ég var að leitast eftir

Auglýsing

Nýjast

Hef góða tilfinningu fyrir leiknum

Grindavík jafnaði metin | Njarðvík komið 2-0 yfir

Sigur á Selfossi kemur Haukum í lykilstöðu

Coman ekki með Frökkum gegn Íslandi

Jóhann Berg ekki með á morgun

Agla María framlengir við Blika til 2022

Auglýsing