Sport

Guðbjörg Jóna vann líka 200 metra hlaupið

Hlaupakonan efnilega, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, heldur áfram að sanka að sér verðlaunum.

Tiana Ósk og Guðbjörg Jóna urðu í tveimur efstu sætunum í 100 og 200 metra hlaupunum á Norðurlandamótinu í frjálsum íþróttum. Mynd/FRÍ

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í dag Norðurlandameistari 19 ára og yngri í 200 metra hlaupi. Hún vann einnig 100 metra hlaupið í gær.

Guðbjörg Jóna hljóp á 23,51 sekúndum. Það er bæting á Íslandsmeti hennar en hún fékk það ekki skráð þar sem meðvindur var of mikill í dag (3,1 m/s).

Líkt og í 100 metra hlaupinu varð Tiana Ósk Whitworth í 2. sæti í 200 metra hlaupinu í dag. Hún kom í mark á 24,00 sekúndum.

Guðbjörg Jóna hefur staðið sig vel í sumar en skemmst er að minnast þess að hún varð Evrópumeistari 18 ára og yngri í 100 metra hlaupi í síðasta mánuði. Á sama móti fékk hún brons í 200 metra hlaupi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Bolt ekki á leiðinni til Möltu

Handbolti

Haukur og Dagur í hópi vonarstjarna Evrópu

Fótbolti

Khan dregur til baka tilboð sitt í Wembley

Auglýsing

Nýjast

Wenger boðar endurkomu sína

Gunnlaugur áfram í Laugardalnum

„Fátt annað komist að undanfarna mánuði"

Turan fær væna sekt fyrir líkamsárás

Meistararnir byrjuðu á sigri

Frábært ár varð stórkostlegt

Auglýsing