Frjálsar íþróttir

Guðbjörg Jóna kom fyrst í mark á NM

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð Norðurlandameistari í 100 metra hlaupi í dag.

Hér hlaupa Guðbjörg Jóna og Tiana af stað. Mynd/FRÍ

Sprettlhauparinn Guðbjörg Jóna Bjarna­dótt­ir kom fyrst í mark í 100 metra hlaupi á Norðurlandamótinu í aldursflokkunm 19 ára og yngri í dag.

Guðbjörg hljóp á tím­an­um 11,47 sekúndum, en hún varð Evr­ópu­meist­ari 18 ára og yngri fyrr í sum­ar. 

Tiana Ósk Whitworth varð í öðru sæti á tím­an­um 11,53 sekúndum, en  Íslands­met í kvenna­flokki er 11,63 sekúndúr. Það er Sunna Gests­dótt­ir sem Íslandsmetið, en það er frá ár­inu 2004.

Tím­arn­ir hjá Guðbjörgu og Tiönu voru því báðir und­ir Íslands­met­inu en því miður var meðvind­ur aðeins of mik­ill og því féll Íslands­metið ekki í dag. 

Mynd­band af hlaup­inu má sjá hér að neðan.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Frjálsar íþróttir

„Ætla að bæta mig enn meira og ná betri árangri“

Frjálsar íþróttir

Norðurlandamótið fer fram á laugardaginn

Frjálsar íþróttir

Landslið í víðavangshlaupi valið

Auglýsing

Nýjast

Fjórði sigur Hamranna í röð

Fékk nýjan samning í jólagjöf

Rodriguez með þrefalda tvennu

Eriksen kom Spurs til bjargar

Mæta Spáni í HM-umspili

City á toppinn eftir sigur á Gylfa og félögum

Auglýsing