Frjálsar íþróttir

Guðbjörg Jóna kom fyrst í mark á NM

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð Norðurlandameistari í 100 metra hlaupi í dag.

Hér hlaupa Guðbjörg Jóna og Tiana af stað. Mynd/FRÍ

Sprettlhauparinn Guðbjörg Jóna Bjarna­dótt­ir kom fyrst í mark í 100 metra hlaupi á Norðurlandamótinu í aldursflokkunm 19 ára og yngri í dag.

Guðbjörg hljóp á tím­an­um 11,47 sekúndum, en hún varð Evr­ópu­meist­ari 18 ára og yngri fyrr í sum­ar. 

Tiana Ósk Whitworth varð í öðru sæti á tím­an­um 11,53 sekúndum, en  Íslands­met í kvenna­flokki er 11,63 sekúndúr. Það er Sunna Gests­dótt­ir sem Íslandsmetið, en það er frá ár­inu 2004.

Tím­arn­ir hjá Guðbjörgu og Tiönu voru því báðir und­ir Íslands­met­inu en því miður var meðvind­ur aðeins of mik­ill og því féll Íslands­metið ekki í dag. 

Mynd­band af hlaup­inu má sjá hér að neðan.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Frjálsar íþróttir

Í góðu formi eftir flutninga heim

Frjálsar íþróttir

„Ætla að bæta mig enn meira og ná betri árangri“

Frjálsar íþróttir

Norðurlandamótið fer fram á laugardaginn

Auglýsing

Nýjast

Veit vel hversu gott lið Ísland er með

Birkir reynst Frökkum erfiður undanfarin ár

Fékk þau svör sem ég var að leitast eftir

Hef góða tilfinningu fyrir leiknum

Grindavík jafnaði metin | Njarðvík komið 2-0 yfir

Sigur á Selfossi kemur Haukum í lykilstöðu

Auglýsing