Enski boltinn

Guardiola vonast til að enda ferilinn hjá Barcelona

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist stefna að því að enda þjálfaraferilinn á sama máta og hann hóf hann, með því að þjálfa unglingalið og þá myndi hann helst kjósa unglingalið Barcelona.

Guardiola skipar Fernandinho fyrir í leik með Manchester City. Fréttablaðið/Getty

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist stefna að því að enda þjálfaraferilinn á sama máta og hann hóf hann, með því að þjálfa unglingalið og þá helst lið Barcelona.

Guardiola sem er 47 ára gamall er á þriðja tímabili sínu á Englandi eftir að hafa áður stýrt liðum Bayern Munchen og Barcelona. Hóf hann ferilinn sem þjálfari varaliðs Barcelona árið 2007 og tók við aðalliðinu ári síðar.

Hefur hann náð ótrúlegum árangri hvar sem hann hefur þjálfað og er með samning á Englandi út næstu þrjú ár. Hefur hann þegar gefið út að hann ætli sér ekki aftur að þjálfa aðallið Barcelona þar sem hann fann fyrir ótrúlegri pressu.

Staðfesti hann í samtali við fjölmiðla í heimalandinu í viðtali sem birtist í dag að hann ætlaði sér aftur til Spánar þar sem hann ætlaði aftur út í þjálfun ungmenna. Kvaðst hann vongóður um að fá starf hjá fyrrum félagi sínu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Fyrsti frá Bournemouth sem skorar fyrir England

Enski boltinn

VAR tekið upp á Englandi

Enski boltinn

Fellaini lét hárið fjúka

Auglýsing

Nýjast

Valur fór ansi illa með Hauka

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Felix tryggði íslenska liðinu jafntefli

Strembið verkefni hjá Selfossi

Helena: Höfum trú á sigri í þessum leik

Auglýsing