Portúgalski varnarmaðurinn Rúben Dias gekk i gærkvöldi til liðs við Manchester City frá Benfica. Kaupverðiðið á þessum 23 ára gamla landsliðsmanni Portúgals er 65 milljónir en hann varð þar af leiðandi dýrasti leikmaður í sögu félagsins.

Talið er að Pep Guardiola vilji styrkja varnarlínu Manchester City meira áður en félagaskiptaglugganum lýkur 5. október næstkomandi en þar er hugur hans helst að bæta við sig vinsti bakverði.

David Alaba, fyrrverandi lærisveinn Guardiola, sem leikur með Bayern München og Nicolás Tagliafico, leikmaður Ajax, eru helst nefndir til sögunar í þeim efnum í enskum fjölmiðlum.

Veikleikar voru í varnarleiknum hjá Manchester City þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Leiceser City, 5-2, í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi. Hafa ber þó í huga að í þann leik vantaði Aymeric Laporte, lykilleikmann í varnarlínu liðsins.

David Alaba gæti verið að endurnýja kynni sín við Pep Guardiola.
Fréttablaðið/EPA