Enski boltinn

Guardiola valinn knattspyrnustjóri tímabilsins

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri nýkrýndra Englandsmeistara, Manchester City, var valinn besti knattspyrnustjóri nýlokinnar leiktíðar í kjöri samtaka knattspyrnustjóra á Englandi. Þetta var kunngjört á lokahófi samtakanna í gærkvöldi.

Pep Guardiola fagnar Englandsmeistaratitli Manchester City. Fréttablaðið/Getty

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri nýkrýndra Englandsmeistara, Manchester City, var valinn besti knattspyrnustjóri nýlokinnar leiktíðar í kjöri samtaka knattspyrnustjóra á Englandi. Þetta var kunngjört á lokahófi samtakanna í gærkvöldi.

Manchester City setti stigamet þegar liðið náði 100 stigum í ensku úrvalsdeildinni í lokaumferð deildarinnar. Þá skoraði liðið 106 mörk á leiktíðinni sem er einnig met í deildinni.

Jürgen Klopp (Liverpool), Sean Dyche (Burnley), Nuno Espirito (Wolves), Neil Warnock (Cardiff), John Coleman (Accrington Stanley) komu einnig til greina í kjörinu að þessu sinni. 

Neil Warnock var heiðraður fyrir það að koma liði sínu upp í efstu deild í áttunda skipti þegar hann stýrði Aroni Einar Gunnarssyni og félögum hans hjá Cardiff City upp í úrvalsdeildina. 

Þá var Sam Allardyce sem í morgun var sagt upp störfum hjá Everton tekinn inn í heiðurshöll samtakanna fyrir ævistarf sitt sem knattspyrnustjóri.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Liverpool leggur fram tilboð í Fekir á næstu dögum

Enski boltinn

Fred staðfestir viðræður við United

Enski boltinn

Pochettino framlengir hjá Spurs

Auglýsing

Nýjast

NBA

Paul missir af sjötta leik Houston og Golden State

NBA

LeBron sló met Bryants og Malones

HM 2018 í Rússlandi

Nýja HM lagið: Lifðu lífinu

Golf

Birgir Leifur meðal efstu kylfinga í Tékklandi

NBA

Steph Curry hittir illa þegar leikurinn er undir

Meistaradeildin

Coutinho fær medalíu frá Liverpool

Auglýsing