Enski boltinn

Guardiola valinn knattspyrnustjóri tímabilsins

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri nýkrýndra Englandsmeistara, Manchester City, var valinn besti knattspyrnustjóri nýlokinnar leiktíðar í kjöri samtaka knattspyrnustjóra á Englandi. Þetta var kunngjört á lokahófi samtakanna í gærkvöldi.

Pep Guardiola fagnar Englandsmeistaratitli Manchester City. Fréttablaðið/Getty

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri nýkrýndra Englandsmeistara, Manchester City, var valinn besti knattspyrnustjóri nýlokinnar leiktíðar í kjöri samtaka knattspyrnustjóra á Englandi. Þetta var kunngjört á lokahófi samtakanna í gærkvöldi.

Manchester City setti stigamet þegar liðið náði 100 stigum í ensku úrvalsdeildinni í lokaumferð deildarinnar. Þá skoraði liðið 106 mörk á leiktíðinni sem er einnig met í deildinni.

Jürgen Klopp (Liverpool), Sean Dyche (Burnley), Nuno Espirito (Wolves), Neil Warnock (Cardiff), John Coleman (Accrington Stanley) komu einnig til greina í kjörinu að þessu sinni. 

Neil Warnock var heiðraður fyrir það að koma liði sínu upp í efstu deild í áttunda skipti þegar hann stýrði Aroni Einar Gunnarssyni og félögum hans hjá Cardiff City upp í úrvalsdeildina. 

Þá var Sam Allardyce sem í morgun var sagt upp störfum hjá Everton tekinn inn í heiðurshöll samtakanna fyrir ævistarf sitt sem knattspyrnustjóri.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

City að kaupa ungan króatískan miðjumann

Enski boltinn

Aron Einar að fá nýjan liðsfélaga frá Everton

Enski boltinn

Bielsa segist hafa njósnað um öll lið deildarinnar

Auglýsing

Nýjast

Íslandi dugar jafntefli í dag

„Japan er á hár­réttri leið undir stjórn Dags“

Torsóttur sigur skilaði Íslandi úrslitaleik í dag

Sjötti sigur Vals í röð

Spánn keyrði yfir Makedóníu í seinni hálfleik

Næsti bar­dagi Gunnars stað­festur: Fer fram í London

Auglýsing