Enski boltinn

Guardiola valinn knattspyrnustjóri tímabilsins

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri nýkrýndra Englandsmeistara, Manchester City, var valinn besti knattspyrnustjóri nýlokinnar leiktíðar í kjöri samtaka knattspyrnustjóra á Englandi. Þetta var kunngjört á lokahófi samtakanna í gærkvöldi.

Pep Guardiola fagnar Englandsmeistaratitli Manchester City. Fréttablaðið/Getty

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri nýkrýndra Englandsmeistara, Manchester City, var valinn besti knattspyrnustjóri nýlokinnar leiktíðar í kjöri samtaka knattspyrnustjóra á Englandi. Þetta var kunngjört á lokahófi samtakanna í gærkvöldi.

Manchester City setti stigamet þegar liðið náði 100 stigum í ensku úrvalsdeildinni í lokaumferð deildarinnar. Þá skoraði liðið 106 mörk á leiktíðinni sem er einnig met í deildinni.

Jürgen Klopp (Liverpool), Sean Dyche (Burnley), Nuno Espirito (Wolves), Neil Warnock (Cardiff), John Coleman (Accrington Stanley) komu einnig til greina í kjörinu að þessu sinni. 

Neil Warnock var heiðraður fyrir það að koma liði sínu upp í efstu deild í áttunda skipti þegar hann stýrði Aroni Einar Gunnarssyni og félögum hans hjá Cardiff City upp í úrvalsdeildina. 

Þá var Sam Allardyce sem í morgun var sagt upp störfum hjá Everton tekinn inn í heiðurshöll samtakanna fyrir ævistarf sitt sem knattspyrnustjóri.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Mané braut þumalputta á æfingu

Enski boltinn

Mourinho sagði hórusonum að fokka sér

Enski boltinn

Matic tæpur fyrir leikinn gegn Chelsea

Auglýsing

Nýjast

Bolt ekki á leiðinni til Möltu

Haukur og Dagur í hópi vonarstjarna Evrópu

Khan dregur til baka tilboð sitt í Wembley

Wenger boðar endurkomu sína

Gunnlaugur áfram í Laugardalnum

„Fátt annað komist að undanfarna mánuði"

Auglýsing