Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur greinst smitaður af kórónaveirunni. Af þeim sökum eru 14 meðlimir í þjálfarateymi Guardiola og sjö leikmenn komnir í sóttkví.

Guardiola verður þar af leiðandi ekki á hliðarlínunni þegar Manchester City mætir Swindon í enska bikarnum á föstudaginn kemur. Rodolfo Borrell, aðstoðarmaður Guardiola, mun stýra Manchester City í leiknum gegn Swindon.

Fyrr í dag var greint frá því að Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, væri með Covid og þar af leiðandi verður hann fjarri góðu gamni í bikarleik liðsins á móti Huddersfield Town.