Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var spurður út í hvort liðið hann myndi styðja í einvígi Bayern og Liverpool eftir leik City og Schalke í gær.

Fyrir ári síðan var það Liverpool sem sló Manchester City úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Guardiola sagðist enn bera taugar til Bayern sem hann stýrði og gerði að þýskum meisturum þrjú ár í röð.

„Ég bið Englendingana hér afsökunar en ég vona að Bayern fari áfram. Ég er hluti af félaginu og elska borgina Munchen og félagið Bayern Munchen. Ég á enn marga vini þar.“