Fótbolti

Guardiola heldur með Bayern í kvöld

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var spurður út í hvort liðið hann myndi styðja í einvígi Bayern og Liverpool eftir leik City og Schalke í gær.

Guardiola gat fylgst með silkislakur á hliðarlínunni í gær. Fréttablaðið/Getty

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var spurður út í hvort liðið hann myndi styðja í einvígi Bayern og Liverpool eftir leik City og Schalke í gær.

Fyrir ári síðan var það Liverpool sem sló Manchester City úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Guardiola sagðist enn bera taugar til Bayern sem hann stýrði og gerði að þýskum meisturum þrjú ár í röð.

„Ég bið Englendingana hér afsökunar en ég vona að Bayern fari áfram. Ég er hluti af félaginu og elska borgina Munchen og félagið Bayern Munchen. Ég á enn marga vini þar.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Skytturnar mæta Napoli

Fótbolti

Zidane að snúa aftur til Real

Fótbolti

Meiri harka í gríska boltanum

Auglýsing

Nýjast

Vildu gefa Söru Björk frí til að safna kröftum

Lokapróf koma í veg fyrir að Agla María fari með til Suður-Kóreu

Fimm breytingar á hópnum sem fer til Suður-Kóreu

Stórleikur hjá Söru Björk gegn Lyon í dag

Heimir og Aron Einar sameinaðir á ný í Katar

Sjáum í þessum leikjum hvar liðið stendur

Auglýsing