Enski boltinn

Guardiola ætlar í golf frekar en að horfa á United

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ætlar ekki að fylgjast með leik erkifjendanna í dag þótt að töpuð stig þar þýði að titillinn sé Manchester City-manna.

Guardiola þykir fínn á golfvellinum. Fréttablaðið/Getty

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ætlar ekki að fylgjast með leik Manchester United og West Brom í dag þótt að töpuð stig hjá United-mönnum þýði að titillinn sé í höfn.

Eftir sigur Manchester City á Tottenham í gær þurfa City-menn aðeins tvö stig til viðbótar úr seinustu fimm leikjunum til að tryggja sér fimmta meistaratitilinn í sögu félagsins.

Mistakist Manchester United að vinna einhvern af þessum fimm leikjum er titillinn sömuleiðis tryggður en þrátt fyrir það ætlar Guardiola ekki að fylgjast með leik morgundagsins gegn botnliði deildarinnar.

„Ég tel nokkuð víst að Manchester United vinni og eina skorið sem ég mun fylgjast með er hvort það sé fugl, skolli eða skrambi. Svo fáum við tækifæri á að tryggja titilinn á heimavelli í næstu umferð.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Higuain færist nær Chelsea

Enski boltinn

Spurs selur Dembélé til Kína

Enski boltinn

City að kaupa ungan króatískan miðjumann

Auglýsing

Nýjast

Æfingar hafnar á La Manga

Felix Örn aftur til Vestmannaeyja

Sigur gæti fleytt Patreki í milliriðil

Gott gengi gegn Makedóníu

Tímamótaleikur hjá Arnóri Þór gegn Makedóníu

Harden með 115 stig í síðustu tveimur leikjum

Auglýsing