Leikmaður karlaliðs Víkings Ólafsvíkur í knattspyrnu fór í sýnatöku í gær en beðið er eftir niðurstöðu úr þeirri greiningu. Það er mbl.is sem greinir frá þessu.

Þorsteinn Haukur Harðarson, framkvæmdastjóri Víkings Ólafsvíkur, segir í samtali við mbl.is að engar æfingar verði haldnar hjá liðinu þar til niðurstaða fæst úr prófinu. Leikmenn og þjálfarar séu í sjálfskipaðri sóttkví.

Það sama á við um leikmannahóp og þjálfara Hamars sem leikur í 4. deildinni. Þeir eru raunar í sóttkví að skipun sóttvarnaryfivalda eftir að leikmaður liðsins gisti á sama gistiheimili og aðili sem hefur greinst mðe kórónaveiruna. Fotbolti.net segir frá þessu.

Knattspyrnusamband Íslands hefur frestað öllum leikjum á vegum sambandsins þar til 5. ágúst næstkomandi en fram að þeim tíma verður staðan endurmetin og framhaldið ákveðið með mótahald.