Þrír leikmenn Leicester voru með einkenni kórónaveirunnar og eru nú komnir í sóttkví að sögn Brendan Rodgers, knattspyrnustjóra Leicester.

Rodgers greindi frá þessu á blaðamannafundi sínum í dag en fyrr í dag bárust sögusagnir um að þrír leikmenn í úrvalsdeildinni væru smitaðir.

Hann minntist ekki á hvort að sýni hefðu verið tekin úr leikmönnunum en sagði að þeir væru með einkenni veirunnar.

Leicester á að mæta Watford á laugardaginn en óvíst er hvort að enska úrvalsdeildin fresti leiknum í ljósi aðstæðna.