Jack Greal­ish, leik­maður Manchester City og enska lands­liðsins í knatt­spyrnu hefur verið í kast­ljósi fjöl­miðla í Bret­landi þar sem hann hefur eytt undan­förnum dögum í Las Vegas í fríi. Myndir og mynd­skeið af honum undir á­hrifum á­fengis hafa farið í dreifingu á sam­fé­lags­miðlum og hefur leik­maðurinn verið gagn­rýndur harð­lega heima­ fyrir.

Barry Bannan, fyrrum liðs­fé­lagi Greal­ish hjá Aston Villa grípur hins vegar til varna fyrir hann og segist ekki skilja hvað sé svona at­huga­vert við það að leik­maðurinn skemmti sér í sumar­leyfi sínu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem á­fengis­neysla Greal­ish ratar í fjöl­miðla. Hann vakti mikla at­hygli í fögnuðu Manchester City eftir að liðið hafði tryggt sér Eng­lands­meistara­titilinn í knatt­spyrnu.

Stan Collymor­e, fyrrum leik­maður í ensku úr­vals­deildinni og nú­verandi spark­s­pekingur hefur á­hyggjur af því að hann geti fetað sömu leið og Paul Gascoigne, vímu­efni léku hann grátt.

,,Hvað er Jack Greal­ish að gera af sér með því að njóta sín í fríinu?" spyr Bary Bannan í færslu sem birtist á sam­fé­lags­miðlinum Twitter. ,,Látið manninn vera, flestir leik­menn í ensku úr­vals­deildinni gera ná­kvæm­lega það sama án þess að nokkuð sé talað um það."

Greal­ish tjáði sig um um­ræðuna, sem skapaðist í bresku pressunni varðandi á­fengis­neyslu hans, í síðasta lands­liðs­verk­efni Eng­lands.

,,Ég hef alveg tekið eftir um­ræðunni. Ég sé að fara yfir strikið. Ég varð Eng­lands­meistari á tíma­bilinu, draumur hjá mér að rætast. Af­hverju má ég ekki fara í frí? Það eru leik­menn í þessu verk­efni með enska lands­liðinu sem fóru til Vegas, I­biza, Mar­bella en það er ekki skrifað orð um það. Af því að þetta er ég þá er þetta frétt­næmt."