Sjón­varps­áhorf­endur sem fylgdust spenntir með WRC Monte Car­lo rallinu ráku upp stór augu þegar sýnt var frá keppnis­degi rallsins og par sást stunda sam­farir í veg­kanti keppnis­brautarinnar, að­eins rúmum meter frá há­hraða ral­lý­býlum sem þustu hjá.

Mynd­band af at­vikinu sem farið hefur í dreifingu á sam­fé­lags­miðlum hefur vakið mikla at­hygli og furðu margra en á þessum tíma­punkti var niða­myrkur við Monte Car­lo.

Gríski öku­maðurinn Jourdan Serderidis nýtti sér allan ljósa­búnað bíls síns í gær­kvöldi vegna myrkursins og var brautin, á­samt um­hverfi hennar því vel upp­lýst.

Það sem vekur einnig at­hygli meðal net­verja er sú stað­reynd að þau voru ekki ein á um­ræddu svæði er bíll Jourdan þaut fram hjá.

Frakkinn Sé­bastien Ogi­er leiddi keppni eftir gær­daginn.