Körfubolti

Grindvíkingar ósáttir með vinnubrögð Stjörnunnar

Grindavík sendi frá sér tilkynningu nú áðan þar sem kom fram að félagið lýsti yfir vonbrigðum sínum vegna ákvörðunnar Dags Kár Jónssonar og vinnubrögðum Garðbæinga en Dagur Kár gekk í dag til liðs við Stjörnuna.

Dagur keyrir inn að körfunni í leik með Grindavík í fyrra. Fréttablaðið/Eyþór

Grindavík sendi frá sér tilkynningu nú áðan þar sem kom fram að félagið lýsti yfir vonbrigðum sínum vegna ákvörðunnar Dags Kár Jónssonar og vinnubrögðum Garðbæinga en Dagur Kár gekk í dag til liðs við Stjörnuna.

Dagur sem er uppalinn í Garðarbæ skrifaði undir tveggja ára samning í hádeginu en hann hefur leikið með Grindavík undanfarin tvö ár eftir stutt stopp í St. Francis háskólanum í Bandaríkjunum.

Var hann með 16,6 stig, 3,5 frákast og 6,7 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur er Grindavík féll úr leik í 8-liða úrslitunum en fyrir ári síðan komust Grindvíkingar alla leið í oddaleikinn í úrslitunum.

Kemur fram á síðu Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur að Dagur hafi nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum og að félagið skilji hann að snúa aftur á heimaslóðir. Hinsvegar sé Dagur enn samningsbundinn Grindavík og geti ekki sagt upp fyrr en 1. maí næstkomandi.

Hafi félagið gert ráð fyrir honum á næsta tímabili en að þetta setji áform deildarinnar í uppnám en tilkynningu Grindvíkinga má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Dagur Kár heim í Garðabæinn

Körfubolti

Fjórar breytingar fyrir leikinn gegn Belgíu

Körfubolti

Tvær goð­sagnir kvöddu lands­liðið með sóma

Auglýsing

Nýjast

Lacazette missir af leikjunum gegn Rennes

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum um helgina

Laporte gerir langtíma samning

Ólympíunefndin hafnaði skvassi í fjórða sinn

Elías Rafn etur kappi við Man.Utd

Pep hafði ekki áhuga á að þjálfa Chelsea

Auglýsing