Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur landað samningi við bakvörðinn Miljan Rakic sem er frá Serbíu og er einnig með ungverskt vegabréf. Miljan mun leika með karlaliði félagsins sem situr í níunda sæti Domino's-deildarinnar með 10 stig og er komið í undanúrslit Geysisbikarsins.

Hann er reynsluhundur, fæddur árið 1986 og hefur leikið sem atvinnumaður síðan 2004, síðast í heimalandi sínu og tímabilið 2016-2017 lék hann í Portúgal og var þar meðal annars liðsfélagi Victor Moses sem leikur með Fjölni.

Von er á Miljan á allra næstu dögum og eru bundar vonir við að hann verði í búningi Grindavíkur í næsta leik liðsins í Domino's-deildnni sem er á móti Haukum á föstudagskvöldið kemur klukkan 18:30.

Leit stendur yfir af Bandaríkjamanni sem fylla mun skarð Jamal K Olasawere sem yfirgaf herbúðir félagins á dögunum og verður viðkomandi leikmaður vonandi klár eftir helgi.