Körfubolti

Grindavík sendir tvo erlenda leikmenn heim

Grindavík tók í dag ákvörðun um að segja upp samningi og senda Michalis Liapis og Terrell Vinson heim á leið eftir aðeins tvær umferðir í Dominos-deild karla.

Jóhann les yfir sínum mönnum. Fréttablaðið/Ernir

Grindavík tók í dag ákvörðun um að segja upp samningi og senda Michalis Liapis og Terrell Vinson heim á leið eftir aðeins tvær umferðir í Dominos-deild karla.

Staðfesti Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, það við Karfan.is í dag. Voru þeir báðir að glíma við meiðsli, Vinson eftir síðasta leik en meiðsli Liapis voru að taka sig upp á ný eftir að hafa glímt við þau á síðasta tímabili.

Búast má við að Grindavík bæti við að minnsta kosti einum erlendum leikmanni til viðbótar á næstu dögum til að fylla skarð þeirra eftir að hafa unnið einn og tapað einum leik í upphafi tímabils.

Vinson var stigahæstur í liði Grindvíkinga í gær með 27 stig ásamt því að taka tíu fráköst eftir að hafa aðeins verið með fjórtán stig í fyrsta leiknum. Liapis náði sér ekki á strik í gær og lék aðeins þrettán mínútur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Njarðvíkingar með fimm sigra í röð

Körfubolti

Snæfell hélt KR í 46 stigum

Körfubolti

Einkaþjálfari Currys opnaði nýja vídd

Auglýsing

Nýjast

Joe Gomez skrifar undir langan samning

Sameinast gegn notkun á ólöglegum efnum

Telur andleg veikindi aftra sér í leit að liði

Fjármálaráðherra mætir laskaður inn í vinnuvikuna

Ungur íslenskur þjálfari mun aðstoða Heimi

Heimir staðfestur sem þjálfari Al Arabi

Auglýsing