ÍA og Grindavík skildu jöfn 1-1 þegar liðin mættust í 20. umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu á Norðurálsvelli á Akranesi í kvöld.

Það var Stefán Teitur Þórðarson sem kom ÍA yfir með marki sínu um miðbik fyrri hálfleiks.

Króatíski varnarmaðurinn Josip Zeba sá til þess að halda lífi í von Grindavíkur um að halda sæti sínu í deildinni með jöfnuarmarki sínu undir lok leiksins.

Grindavík hefur eftir þessi úrslit 19 stig í næst neðsta sæti deildarinnar en liðið er sex stigum á efti KA, Fylki, Víkingi og Val sem eru í sætunum fyrir ofan fallsætin.

Grindvíkingar leika við Val og FH í síðustu tveimur umferðum deildarinnar en Suðurnesjamenn þurfa að hafa betur í þeim leikjum og treysta á að Valur, Víkingur, Fylkir eða KA tapi rest.

ÍA er hins vegar í sjötta sæti deildarinnar með 26 stig og hefur tryggt sæti sitt í efstu deild á næsta tímabili. Skagamenn eru fimm stigum á eftir FH sem er í þriðja sæti sem er neðsta sætið sem veitir þátttökurétt í Evrópudeildinni á næsta keppnistímabili.