Hópur glímuklæddra mann réðist á heimili Ed Woodward, stjórnarformanns Manchester United, á fimmtudagskvöldið í síðustu viku. Það er Sky Sports sem grenir frá þessu.

Mótmælendurnir vildu með þessu mótmæla áformum Woodward um að skrá Manchester United til leiks í Ofurdeildina en hætt hefur verið við áform um að setja deildina á laggirnar.

Skemmdir voru unnar á hliðum og grindverkum við heimili Woodward sem staðsett er við Cheshire. Engin var heima þegar mótmælin áttu sér stað.

Lögreglan í Cheshire segir að ekki hafi verið tilkynnt um skemmdarverkin. Manchester United hefur hert öryggisgæsli sína við æfingasvæði sitt, Carrington.

Woodward, sem hóf störf hjá Manchester United árið 2005, og var gerður að stjórnarformanni árið 2012 mun láta af störfum hjá félaginu í sumar.

Auk þessara mótmæla hafa stuðningsmenn Manchester United látið skoðun sína á Glazer-fjölskyldunni, sem á meirihluta í félaginu í veðri vaka fyrir utan heimavöll liðsins, Old Trafford. Þar krefjast þeir þess að Glazer-fjölskyldan selji hlut sinn í Manchester United og hætti afskiptum sínum af félaginu.