Barcelona sem er ríkjandi spænskur meistari í knattspyrnu karla tilkynnti á twitter-síðu sinni í dag að félagið hefði tryggt sér þjónustu franska landsliðsmannsins Antoine Griezmann.

Framherjinn tilkynnti það eftir að síðasta keppnistímabili lauk að hann hyggðist yfirgefa herbúðir Atlético Madrid og var hann fljótlega orðaður sterklega við Barcelina.

Nú eru félagaskiptin gengin í gegn en hann er sjötti leikmaðurinn sem Barcelona fær til liðs við sig í sumar. Áður höfðu brasílíski markvörðurinn Neto, samlandi hans Emerson sem leikur sem bakvörður, hollenski miðvallarleikmaðurinn Frenkie de Jong, enski framherjinn Louie Barry og jap­anski sóknartengiliðurinn Hiroki Abe bæst við leikmannahóp liðsins.

Kaupverðið á Griezmann er 120 milljónir evra og auk þess þarf Barcelona að punga út 800 milljónum evra til þess að kaupa upp samning hans. Griezmann sem varð heimsmeistari með Frakklandi árið 2018 gerir fimm ára samning við Barcelona.