Spænska landsliðið í knattspyrnu hefur orðið fyrir gríðarlegu áfalli aðeins nokkrum dögum fyrir fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu. Besti leikmaður liðsins, Aleixa Putellas sleit krossband á æfingu með liðinu og mun ekki taka þátt á Evrópumótinu.

Putellas er leikmaður Barcelona á Spáni og handhafi Ballon d'or verðlaunagripsins sem er veittur besta leikmanni heims hverju sinni.

Gríðarlega mikið áfall bæði fyrir spænska landsliðið sem og Putellas sem á fyrir höndum margra mánaða endurhæfingu.

Spænska landsliðið leikur sinn fyrsta leik á mótinu gegn Finnlandi á föstudaginn kemur.