Enski boltinn

Grétar Rafn ráðinn til Everton

Breski vefurinn Training Ground Guru segir að Grétar Rafn Steinsson sé hættur störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Fleetwood og verði ráðinn til Everton á morgun.

Grétar Rafn fyrir æfingarleik Fleetwood og AZ Alkmaar sumarið 2016. Fréttablaðið/Getty

Breski vefurinn Training Ground Guru segir að Grétar Rafn Steinsson sé hættur störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Fleetwood og verði ráðinn til Everton á morgun.

Grétar Rafn hefur sinnt starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Fleetwood í tæp fjögur ár og átti meðal annars hlut í því að Joey Barton var ráðinn knattspyrnustjóri liðsins í sumar.

Samkvæmt frétt Training Ground Guru verður Grétar Rafn ráðinn í stöðu yfirnjósnara félagsins í Evrópu en Grétar þekkir vel til Marcel Brands, yfirmanns knattspyrnumála hjá Everton.

Brands var yfirmaður knattspyrnumála hjá AZ Alkmaar þegar Grétar Rafn var hluti af meistaraliði AZ undir stjórn Louis Van Gaal.

Grétar Rafn lék á sínum tíma í fjögur ár með Bolton í ensku úrvalsdeildinni ásamt því að leika fyrir Kayserispor í Tyrklandi og Young Boys í Sviss á ferlinum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Sterling þótti bera af í nóvember

Enski boltinn

Vandræði hjá Liverpool með varnarlínuna

Enski boltinn

Mourinho hvílir stjörnurnar í kvöld

Auglýsing

Nýjast

Misjafnt gengi Manchester-liðanna

Arnór: „Dreymt um þetta síðan maður var krakki“

Arnór skoraði og lagði upp gegn Real Madrid

KSÍ setur fleiri ársmiða í sölu

Þriðji stórsigur Noregs í röð

Valsmenn selja Pedersen til Moldavíu

Auglýsing