Enski boltinn

Grétar Rafn minnist samherja sem lést í morgun

Jlloyd Samuel, sem lék 240 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Aston Villa og Bolton Wanderers, lést í bílslysi í morgun.

Samuel í leik með Bolton gegn Stoke. Fréttablaðið/Getty

Jlloyd Samuel, fyrrverandi leikmaður Aston Villa og Bolton Wanderers, lést í bílslysi í morgun. Hann var 37 ára gamall.

Samuel var á leið heim eftir að hafa skutlað börnum sínum í skólanum þegar slysið átti sér stað.

Grétar Rafn Steinsson var samherji Samuels hjá Bolton og hann minnist hans á Twitter í dag.

Samuel lék með Villa á árunum 1998-2007 og svo með Bolton í fjögur ár. Hann var spilandi þjálfari utandeildarliðsins Egerton þegar hann lést.

Samuel lék fyrir yngri landslið Englands og svo tvo A-landsleiki fyrir Trínidad og Tóbagó.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Liverpool leggur fram tilboð í Fekir á næstu dögum

Enski boltinn

Fred staðfestir viðræður við United

Enski boltinn

Pochettino framlengir hjá Spurs

Auglýsing

Nýjast

NBA

Paul missir af sjötta leik Houston og Golden State

NBA

LeBron sló met Bryants og Malones

HM 2018 í Rússlandi

Nýja HM lagið: Lifðu lífinu

Golf

Birgir Leifur meðal efstu kylfinga í Tékklandi

NBA

Steph Curry hittir illa þegar leikurinn er undir

Meistaradeildin

Coutinho fær medalíu frá Liverpool

Auglýsing