Enski boltinn

Grétar Rafn minnist samherja sem lést í morgun

Jlloyd Samuel, sem lék 240 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Aston Villa og Bolton Wanderers, lést í bílslysi í morgun.

Samuel í leik með Bolton gegn Stoke. Fréttablaðið/Getty

Jlloyd Samuel, fyrrverandi leikmaður Aston Villa og Bolton Wanderers, lést í bílslysi í morgun. Hann var 37 ára gamall.

Samuel var á leið heim eftir að hafa skutlað börnum sínum í skólanum þegar slysið átti sér stað.

Grétar Rafn Steinsson var samherji Samuels hjá Bolton og hann minnist hans á Twitter í dag.

Samuel lék með Villa á árunum 1998-2007 og svo með Bolton í fjögur ár. Hann var spilandi þjálfari utandeildarliðsins Egerton þegar hann lést.

Samuel lék fyrir yngri landslið Englands og svo tvo A-landsleiki fyrir Trínidad og Tóbagó.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

City að kaupa ungan króatískan miðjumann

Enski boltinn

Aron Einar að fá nýjan liðsfélaga frá Everton

Enski boltinn

Bielsa segist hafa njósnað um öll lið deildarinnar

Auglýsing

Nýjast

Íslandi dugar jafntefli í dag

„Japan er á hár­réttri leið undir stjórn Dags“

Torsóttur sigur skilaði Íslandi úrslitaleik í dag

Sjötti sigur Vals í röð

Spánn keyrði yfir Makedóníu í seinni hálfleik

Næsti bar­dagi Gunnars stað­festur: Fer fram í London

Auglýsing