Enski boltinn

Grétar Rafn minnist samherja sem lést í morgun

Jlloyd Samuel, sem lék 240 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Aston Villa og Bolton Wanderers, lést í bílslysi í morgun.

Samuel í leik með Bolton gegn Stoke. Fréttablaðið/Getty

Jlloyd Samuel, fyrrverandi leikmaður Aston Villa og Bolton Wanderers, lést í bílslysi í morgun. Hann var 37 ára gamall.

Samuel var á leið heim eftir að hafa skutlað börnum sínum í skólanum þegar slysið átti sér stað.

Grétar Rafn Steinsson var samherji Samuels hjá Bolton og hann minnist hans á Twitter í dag.

Samuel lék með Villa á árunum 1998-2007 og svo með Bolton í fjögur ár. Hann var spilandi þjálfari utandeildarliðsins Egerton þegar hann lést.

Samuel lék fyrir yngri landslið Englands og svo tvo A-landsleiki fyrir Trínidad og Tóbagó.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Óttast að völlur Tottenham verði ekki klár í tæka tíð

Enski boltinn

Skoraði í fyrsta leik þriðja tímabilið í röð

Enski boltinn

Ærið verkefni Emerys

Auglýsing

Nýjast

„Fengum reglulega upplýsingar úr stúkunni“

Þrenna Pedersen afgreiddi Grindvíkinga

Már bætti eigið Íslandsmet á EM í Dublin

Viktor Örn hetja Blika í Víkinni

Kennie Chopart framlengir hjá KR

Þór/KA gæti mætt Söru eða Glódísi

Auglýsing