Jens Pul­ver, fyrrum bar­daga­kappi á vegum UFC sam­takanna hefur verið tekinn inn í frægðar­höll UFC. Frá þessu var greint á bar­daga­kvöldi UFC, UFC 284 í Ástralíu um ný­liðna helgi. Tíðindin komu Pul­ver, sem var að streyma við­brögðum sínum við kvöldinu á Twitch, alveg að ó­vörum.

Pul­ver hóf að keppa á vegum UFC árið 1999 og eftir fjóra bar­daga fékk hann sinn fyrsta titil­bar­daga er hann mætti Caol Uno í búrinu. Þar bar Pul­ver sigur úr býtum og varð um leið fyrsti meistari ný­stofnaðrar létti­vigtar­deildar UFC. Pul­ver á því sér­stakan sess í sögu UFC.

Alls varði hann titilinn tvisvar og átti seinna á sínum ferli eftir að fá annan titil­bar­daga en hann tapaðist gegn Uri­jah Faber.

Yfir ný­af­stöðnu bar­daga­kvöldi UFC í Ástralíu um helgina var Pul­ver að streyma frá heimili sínu á Twitch þar sem á­horf­endur gátu fengið að­gang að hans við­brögðum og sér­fræði­þekkingu er kemur að blönduðum bar­daga­listum.

Pul­ver hafði hins vegar ekki hug­mynd um að á þessu bar­daga­kvöldi yrði til­kynnt að hann yrði tekinn inn í frægðar­höll sam­takanna.

Við­brögð Pul­ver létu ekki á sér standa og auð­sjáan­legt að um stóra og mikil­væga stund var að ræða fyrir hann. Tárin byrjuðu að streyma niður kinnar hans og nær­staddir vinir tóku utan um hann.

„Er ykkur alvara? Þetta er ekki að gerast,“ var eitt af því fáu sem Pulver kom frá sér eftir að tíðindin bárust.

Sjá má mynd­band af við­brögðum Pul­ver hér fyrir neðan: