Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano er í skemtilegu innslagi á vegum Skrill þar sem hann gerir upp nýafstaðinn félagsskiptaglugga og greinir frá fimm félagsskiptum sem duttu upp fyrir á ögurstundu.

Þar á meðal má finna félagsskipti sem varða Tyrell Malacia sem er nú orðinn leikmaður Manchester United en áður en félagsskiptin til United voru staðfest var Malacia búinn að ákveða að ganga til liðs við Lyon í Frakklandi. „Leikmaðurinn var búinn að finna tíma fyrir læknisskoðun hjá Lyon þegar að fulltrúar Manchester United höfðu samband við hann og sannfærðu hann um að ganga til liðs við félagið."

Tyrell Malacia var í byrjunarliði United um helgina
Fréttablaðið/GettyImages

Brasilíski vængmaðurinn Raphinha hafði verið orðaður við enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea frá Leeds Unitedog það virtist allt vera klappað og klárt fyrir félagsskipti hans þangað þegar að Barcelona ákvað að gera hann að sínum leikmanni.

Raphinha er nú leikmaður Barcelona
Fréttablaðið/GettyImages

César Azpilicueta, einn af reynslumestu leikmönnum Chelsea var á lista forráðamanna Barcelona og hafði hann náð samkomulagi við félagið um kaup og kjör. Hins vegar vildi Chelsea ekki missa hann frá sér og á endanum tókst þeim að telja hann frá því að ganga til liðs við Barcelona. Hann skrifaði að lokum undir nýjan samning í Lundúnum.

Azpilicueta skrifaði undir nýjan samning hjá Chelsea
Fréttablaðið/GettyImages

Miðvörðurinn Jules Koundé var eftirsóttur í sumar og Fabrizio heldur því fram að hann hafi aðeins verið einu skrefi frá því að semja við Chelsea. Hins vegar hafi gengið erfiðlega hjá Chelsea og Sevilla að komast að samkomulagi það gaf Barcelona tækifæri á að stela kappanum.

Jules Koundé fór til Barcelona
Fréttablaðið/GettyImages

Milan Skriniar, leikmaður Inter Milan hafði átt í miklum viðræðum við Paris Saint-Germain og þá höfðu félagin einnig átt í virku samtali. Hins vegar hætti Steven Zhang, hæstráðandi hjá Inter við að láta hann yfirgefa herbúðir félagsins og er hann því enn á Ítalíu.

Skriniar er enn hjá Inter Milan
Fréttablaðið/GettyImages