Ísland mætir Danmörku á morgun þar sem sigur fleytir Íslandi áfram á næsta stig.

Eftir fjórtán stiga sigur Svartfellinga í fyrri leik liðanna mættu Íslendingar ákveðnari til leiks í kvöld.

Ísland lék frábæran varnarleik lengst af í leiknum og leiddi með tíu stigum fyrir lokaleikhlutann.

Heimamönnum tókst hinsvegar að saxa á forskotið og jafna á lokamínútu leiksins.

Ísland fékk lokasókn þegar hálf mínúta var til leiksloka en skot Elvars Más Friðrikssonar geigaði.

Svartfellingar höfðu fimm sekúndur til að stela sigrinum og náðu að setja sigurkörfu niður á sömu sekúndu og lokaflautið gall.