Ákveðið hefur verið að fresta viður­eign nágrannliðanna Kefla­vík­ur og Njarðvík­ur í Subway-deild kvenna í körfubolta .

Liðin áttu að leiða saman hesta sína á fimmtudagskvöldið kemur en vegna ein­angr­un­ar og sótt­kví­ar leik­manna í kjölfar kórónaveirusmita hefur leiknum verið slegið á frest. Leikn­um verði fund­inn nýr dag­ur eft­ir ára­mót­in.

Karlalið félagsins eiga að mætast í Subway-deildinni á fimmtudaginn og sá leikur er enn á dagskrá.

Mótanefnd körfuboltasambands Íslands, KKÍ, hefur frestað fjórum öðrum leikjum í Subway-deild karla og kvenna vegna kórónaveirusmita.

Leikum Vals og KR, Þórs Akureyrar og Tindastóls og ÍR og Vestra í Subway deild karla og leik Hauka og Breiðabliks í Subway deild kvenna.