Dómararnir í leik Þýska­lands og Japan tóku mark­vörð þýska liðsins, Manuel Neu­er sér­stak­lega fyrir áður en leikur liðanna hófst á HM í Katar fyrr í dag. Á­stæðan er sú að dómara­t­eymið vildi at­huga það sér­stak­lega hvort mark­vörðurinn væri nokkuð með regn­boga­litað fyrir­liða­band á sér.

Þýska lands­liðið sendi skýr skila­boð til Katar og FIFA fyrir leik sinn í dag með því að klæðast æfinga­treyjum með regn­boga­lituðum röndum sem og að halda fyrir munn sinn á liðs­mynda­töku fyrir leik.

Það gerðu þeir til að vekja at­hygli á þögguninni sem Katar og FIFA standa fyrir sem og til þess að styðja við réttinda­bar­áttu LGBTQ+ sam­fé­lagsins en sam­kyn­hneigð er bönnuð sam­kvæmt lögum í Katar.

Neu­er bar ekki fyrir­liða­band með regn­boga­litum á sér í leiknum en skartaði þó litum regn­bogans á takka­skóm sínum.