Reuters greinir frá þessu en umræddur miði er frá leik Chicago Bulls og Washington Bullets sem fór fram þann 26. október árið 1984.

Chicago Bulls hafði betur í leiknum með 109 stigum gegn 39 stigum Washington Bullets og hinn 21 árs gamli Michael Jordan spilaði sinn fyrsta NBA leik.

Umræddur miði seldist á uppboði fyrir 260.000 bandaríska dollara
Mynd: Huggins and Scott Auctions

Jordan spilaði 40 mínútur í leiknum, skoraði 16 stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Þetta reyndist frábær byrjun á farsælum NBA ferli hans en Jordan er af mörgum talinn einn besti körfuboltamaður allra tíma.

Jordan spilaði 15 tímabil í NBA deildinni og vann sex meistaratitla með Chicago Bulls.

Upphaflega kostaði miðinn 6.50 dollara
Mynd: Huggins and Scott Auctions

Fyrr á árinu seldist treyja sem Michael Jordan hafði spilað í með Háskólanum í Norður-Karolínu fyrir metupphæð, rúmar 1.38 milljónir bandarískra dollara eða rúmar 178,9 milljónir íslenskra króna.