Full­trú­ar Íslands í heims­bik­ar­keppn­inni í sí­gild­um döns­um sem haldin var í Chengdu í Kína um helg­ina höfnuðu í tíunda sæti á mótinu sem er afar góður árangur.

Sara Rós Jak­obs­dótt­ir og Nicolo Barbizi, marg­fald­ir meist­ar­ar hér á landi, kepptu á mót­inu, en aðeins eitt par frá hverju landi hef­ur keppn­is­rétt á mótinu. 

Þau hafa dansað sam­an í þrjú ár og unnið til fjölda verðlauna hér á landi. 

Sara Rós og Nicolo kepptu svo á heims­bikar­mót­inu í suður-am­er­ísk­um döns­um í gær og enduðu í 15. sæti.