Körfubolti

Gott kvöld varð enn betra fyrir Njarðvíkinga

Njarðvíkingum hefur borist mikill liðsstyrkur. Landsliðsmaður er á heimleið.

Elvar í leik með Njarðvík fyrir nokkrum árum. Fréttablaðið/Daníel

Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, er á leið í Njarðvík. Frá þessu var greint í Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport.

Samningi Elvars við franska B-deildarliðið Denain Voltaire var sagt upp í vikunni til að búa til pláss fyrir annan leikstjórnanda.

Elvar lék með Njarðvík áður en hann fór í bandaríska háskólaboltann. Þar lék hann eitt tímabil með LIU Brooklyn og þrjú með Barry.

Njarðvík vann öruggan sigur á KR fyrr í kvöld og gott kvöld varð því enn betra fyrir þá grænu þegar tíðindin af heimkomu Elvars bárust.

Síðasta tímabilið sem Elvar lék með Njarðvík var hann með 20,8 stig, 4,3 fráköst og 7,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Njarðvíkingar með öruggan sigur á meisturunum

Körfubolti

Kristófer og Elvar væntanlega á heimleið

Handbolti

Þrír sigrar í röð hjá Stjörnunni

Auglýsing

Nýjast

Valur krækir í tvo öfluga leikmenn

Þungur róður hjá Selfossi

Valur fór ansi illa með Hauka

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Felix tryggði íslenska liðinu jafntefli

Auglýsing