Stuðningsmenn Liverpool hafa margir beðið eftir því að sjá þá tvo, þó sérstaklega van Dijk, aftur inn á vellinum eftir langa fjarveru vegna meiðsla.

Hollendingurinn van Dijk meiddist í leik Everton og Liverpool í október þegar hann sleit krossbönd eftir tæklingu Jordan Pickford.

Stuttu seinna lenti Gomez í sambærilegum meiðslum á æfingu með enska landsliðinu.

Þeir hafa verið að æfa með aðalliði Liverpool og verður þetta eitt skref í átt að því að þeir nái fullri heilsu.

Klopp sagði að van Dijk kæmi líklegast eitthvað við sögu í næsta æfingarleik Liverpool og að Gomez kæmi við sögu í næsta leik eftir það.