Á ársþingi Golfsambandsins um helgina var samþykkt að fundinn yrði flötur á því að koma golfíþróttinni inn sem rafíþrótt.

Íþróttafélög á Íslandi hafa unnið að stofnun rafíþróttadeilda á þessu ári og eru FH, Fylkir, KR og Ármann öll komin með rafíþróttalið.

Áætlað er að rúmlega sextán milljónir spili World Golf Tour leikinn sem hægt er að spila frítt hér.

Fyrr á þessu ári hélt Evrópumótaröðin í golfi opinbert mót í rafgolfi í Kaupmannahöfn þar sem átta bestu rafkylfingar heims kepptust um fyrsta sætið.

Leiðrétting: Í samtali við Fréttablaðið í dag sagði Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, að málið snerist um hvort að það ætti að stofna starfshóp til að leggja aukna áherslu á golfherma.

Þetta hafi því ekkert að gera með tölvuleiki.