Golfsamband Íslands skilaði rúmlega 3,5 milljón króna hagnaði en þetta kom fram á ársþingi GSÍ í dag.

Stóðst því rekstaráætlun sambandsins sem gerði ráð fyrir slíkum hagnaði. 

Heildarvelta sambandsins var 200 milljónir, um tólf milljónum meira en árið áður vegna aukinna framlaga úr afrekssjóði ÍSÍ.

Í gær var það tilkynnt að ÍSÍ hefði ákveðið að auka framlagið til Golfsambandsins í 27,4 milljónir úr tæpum fimmtán milljónum.