Sergio Kun Agu­ero, fyrrum at­vinnu- og lands­liðs­maður í knatt­spyrnu tók þátt í æfingu með argentínska lands­liðinu í Katar í gær. Agu­ero neyddist til að leggja knatt­spyrnu­skóna á hilluna undir lok síðasta árs vegna hjarta­vanda­mála.

Argentínska lands­liðið undir­býr sig nú af krafti fyrir úr­slita­leik Heims­meistara­mótsins í knatt­spyrnu á sunnu­daginn þar sem liðið mætir Frakk­landi. Agu­ero er í Katar og dró fram knatt­spyrnu­skóna í gær til þess að sprikla að­eins með leik­mönnum lands­liðsins.

Þá hafa upp­tökur frá æfingunni vakið at­hygli á sam­fé­lags­miðlum en þar sést Agu­ero rifja upp gamla takta og smella boltanum í netið.