Sergio Kun Aguero, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu tók þátt í æfingu með argentínska landsliðinu í Katar í gær. Aguero neyddist til að leggja knattspyrnuskóna á hilluna undir lok síðasta árs vegna hjartavandamála.
Argentínska landsliðið undirbýr sig nú af krafti fyrir úrslitaleik Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á sunnudaginn þar sem liðið mætir Frakklandi. Aguero er í Katar og dró fram knattspyrnuskóna í gær til þess að sprikla aðeins með leikmönnum landsliðsins.
Þá hafa upptökur frá æfingunni vakið athygli á samfélagsmiðlum en þar sést Aguero rifja upp gamla takta og smella boltanum í netið.
Sergio has still got it! 😮💨💥 @aguerosergiokun pic.twitter.com/v9hXsJFhGo
— City Xtra (@City_Xtra) December 15, 2022