Tony Adams, fyrrum leik­maður og fyrir­liði enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Arsenal verður á meðal þátt­tak­enda í raun­veru­leika­þættinum Strictly Come Dancing þar sem þekktir þátt­tak­endur með litla sem enga dans­reynslu eru látnir spreyta sig á dans­sviðinu í beinni út­sendingu fyrir framan al­þjóð.

Tuttugasta sería af þátta­röðin fer af stað í ár og nú hefur verið stað­fest að Tony Adams verði á meðal þátt­tak­enda en hann er helst þekktur fyrir af­rek sín innan knatt­spyrnu­vallarins. Adams varð á sínum tíma fjór­faldur Eng­lands­meistari með Arsenal og enskur bikar­meistari í tví­gang.

Hjá Arsenal á hann yfir fimm­hundruð leiki en það var eina fé­lags­liðið sem hann spilaði með á sínum at­vinnu­manna­ferli. Þá lék hann einnig 66 leiki fyrir enska lands­liðið