Tony Adams, fyrrum fyrir­liði enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Arsenal og goð­sögn í sögu fé­lagsins sló ræki­lega í gegn í nýjasta þætti Strictly Come Dancing þar sem frægir Breskir ein­staklingar með engan bak­grunn í dansi reyna fyrir sér á dans­gólfinu.

Adams vakti mikla lukku í nýjasta þættinum þar sem hann blandaði saman ein­kennum frá knatt­spyrnu­ferli sínum og tímanum hjá Arsenal. Þessi fyrrum varnar­jaxl Norður-Lundúna fé­lagsins var klæddur í hvíta skyrtu, rautt vesti og rauðar buxur sem sam­svarar litunum sem hann spilaði í með Arsenal og á baki hans mátti sjá gamla treyju­númerið hans, 6 sem og ADAMS nafnið.

Eitt þeirra spora sem Adams tók með dans­fé­laga sínum dregur inn­blástur sinn frá hreyfingum Adams þegar hann var þjálfari spænska fé­lagsins Granada. Mynd­band náðist af at­hæfi Adams á æfinga­vellinum hjá Granda og það mynd­band átti seinna eftir að springa út í net­heimum.

Tony Adams fetar nú í fótspor Rúriks Gíslasonar, fyrrum atvinnu- og landsliðsmanns í knattspyrnu en Rúrik tók þátt í þýsku útgáfu Strictly Come Dancing og bar þar sigur úr býtum. Óvíst er þó hvort Adams nái að fylgja eftir glæstum árangri Rúriks á dansgólfinu