Henderson og Mané komu til baka með eymsli úr landsliðsverkefnum sínum en ljóst er að þau eru ekki alvarleg.

Þá tognaði Milner aftan í læri í stórsigri Liverpool gegn Manchester United í október en er að hrista þau meiðsli sér.

Mané æfði af fullum krafti en Henderson og Milner með sjúkraþjálfara.

Þessi tíðindi gefa jákvæð fyrirheit um að fyrrgreindir leikmenm verði klárir í slaginn þegar Liverpool mætir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla á laugardagskvöldið kemur.

Joe Gomez, Naby Keita, Curtis Jones og Roberto Firmino voru hins vegar ekki með á æfingunni.

Þá bíða Liverpool-menn fregna af því hversu slæm meiðslin eru sem Andy Robertson varð fyrir í sigri Skotlands gegn Danmörku í undankeppni HM 2022. Robertson varð fyrir meiðslum í læri í þeim leik.