Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar og B-deildarinnar í knattspyrnu karla hafa hug á því að opna félagaskiptagluggann 27. júlí næstkomandi og hafa opið fyrir félagaskipti í deildunum til 10. október. Beðið er eftir samþykki alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, á þessum áformum.

Þá verður opið fyrir félagaskipti leikmanna innanlands í ensku deildunum frá 5. - 16. október. Á þeim tíma verður eingöngu hægt að hafa vistaskipti milli leikmanna í B-deildinni eða milli ensku úrvalsdeildarinnar og B-deildarinnar.

Liðin í ensku úrvalsdeildinni mega ekki versla leikmenn sín á milli í seinni glugganum. Þá mega leikmenn sem koma til félaganna í B-deildinni í þessum gluggum ekki leika með liðunum fyrr en á næsta keppnistímabili.