Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur framlengt samning sinn við sænska úrvalsdeildarfélagið Rosengård. Nýr samningur Glódísar Perlu við Rosengård gildir til árs­ins 2022.

Þetta kemur fram í færslu á twitter-síðu Rosengård en þar lætur Glódís Perla hafa eftir sér að hún sé afar spennt fyrir komandi verkefnum hjá liðinu. Nefnir hún sérstaklega að taka þátt í Meist­ara­deild Evr­ópu á næsta keppnistímabili.

Gló­dís gekk Perla til liðs við Rosengård árið 2017 en hún kom til liðsins frá Eskilstuna. Hér heim hóf þessi 25 ára gamli varnarmaður meistaraflokksferilinn með HK/​Vík­ingi í 1. deild­inni árið 2009. Hún varð svo bikarmeistari með Stjörnunni árið 2012.

Þá hefur Glódís hef­ur spilað 84 lands­leiki og skorað í þeim sex mörk leikjum. Rosengård varð sænskur meistari á síðustu leiktíð en hún var að loknu tímabilinu val­in í úr­valslið sænsku úr­vals­deild­ar­inn­ar.