Dregið var í 32 liða úrslit í Meistaradeild Evrópu í kvennaflokki í dag þar sem lið Glódísar Perlu Viggósdóttur fær áhugaverðan andstæðing í Lanchkhuti frá Georgíu.

Það var ekkert íslenskt lið í hattinum þetta árið eftir að Valur féll úr leik í umspilinu á dögunum gegn Glasgow City. Skotarnir fengu að launum leik gegn Sparta Praha frá Tékklandi.

Rosengard lék ekki í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili en hefur undanfarin ár yfirleitt komist í sextán liða úrslitin að hið minnsta.

Ríkjandi meistararnir í Lyon með Söru Björk Gunanrsdóttur innanborðs hefja titilvörnina gegn Juventus á Ítalíu