Íslenski boltinn

Glódís og stöllur einum sigri frá meistaratitlinum

Glódís Perla Viggósdóttir og liðsfélagar í Rosengard eru komnar í efsta sætið fyrir lokaumferðina í Damallsvenskan eftir 1-0 sigur á Pitea í toppslag kvöldsins.

Takist Rosengard að vinna lokaleik tímabilsins verður Glódís sænskur meistari í fyrsta sinn. Fréttablaðið/Getty

Glódís Perla Viggósdóttir og liðsfélagar í Rosengard eru komnar í efsta sætið fyrir lokaumferðina í Damallsvenskan eftir 1-0 sigur á Pitea í toppslag kvöldsins.

Var leikurinn hreinn úrslitaleikur fyrir Rosengard, með sigri næðu þær toppsætinu af Pitea fyrir lokaumferðina á markatölu en allt annað en sigur þýddi að þær þyrftu að treysta á að Pitea myndi misstíga sig í lokaumferðinni.

Anja Mittag skoraði eina mark leiksins fyrir Rosengard á 25. mínútu leiksins og stóðust heimakonur allar tilraunir Pitea til að skora jöfnunarmark.

Rosengard mætir Gautaborg á heimavelli í lokaumferðinni þar sem sigur tryggir þeim titilinn en tap þýðir að þær missa af sæti í Evrópukeppninni á næsta ári.

Yrði það fyrsti meistaratitill Glódísar eftir vistaskiptin frá Eskilstuna í fyrra en til þessa hefur hún tvívegis orðið sænskur bikarmeistari

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Færeyingurinn Jákúp kemur aftur til FH

Íslenski boltinn

Æfingar hafnar á La Manga

Íslenski boltinn

Felix Örn aftur til Vestmannaeyja

Auglýsing

Nýjast

City með öruggan sigur á Huddersfield

Haukur og Óðinn koma inn í liðið

Aron og Arnór verða ekki með í kvöld

Meiðsl Arons „blóð­taka“ fyrir ís­lenska liðið

Ólíklegt að Aron og Arnór verði með á morgun

Góð frammistaða dugði ekki til gegn Þýskalandi

Auglýsing