Íslenski boltinn

Glódís og stöllur einum sigri frá meistaratitlinum

Glódís Perla Viggósdóttir og liðsfélagar í Rosengard eru komnar í efsta sætið fyrir lokaumferðina í Damallsvenskan eftir 1-0 sigur á Pitea í toppslag kvöldsins.

Takist Rosengard að vinna lokaleik tímabilsins verður Glódís sænskur meistari í fyrsta sinn. Fréttablaðið/Getty

Glódís Perla Viggósdóttir og liðsfélagar í Rosengard eru komnar í efsta sætið fyrir lokaumferðina í Damallsvenskan eftir 1-0 sigur á Pitea í toppslag kvöldsins.

Var leikurinn hreinn úrslitaleikur fyrir Rosengard, með sigri næðu þær toppsætinu af Pitea fyrir lokaumferðina á markatölu en allt annað en sigur þýddi að þær þyrftu að treysta á að Pitea myndi misstíga sig í lokaumferðinni.

Anja Mittag skoraði eina mark leiksins fyrir Rosengard á 25. mínútu leiksins og stóðust heimakonur allar tilraunir Pitea til að skora jöfnunarmark.

Rosengard mætir Gautaborg á heimavelli í lokaumferðinni þar sem sigur tryggir þeim titilinn en tap þýðir að þær missa af sæti í Evrópukeppninni á næsta ári.

Yrði það fyrsti meistaratitill Glódísar eftir vistaskiptin frá Eskilstuna í fyrra en til þessa hefur hún tvívegis orðið sænskur bikarmeistari

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Valur krækti í tvo öflulega leikmenn

Íslenski boltinn

Höttur og Huginn sameinast

Íslenski boltinn

Valsmenn með pennann á lofti

Auglýsing

Nýjast

Þrír sigrar í röð hjá Stjörnunni

Þungur róður hjá Selfossi

Valur fór ansi illa með Hauka

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Felix tryggði íslenska liðinu jafntefli

Auglýsing