Fótbolti

Gló­dís: „Mann verður að dreyma stórt“

Marka­skorarinn Gló­dís Perla er sátt með frammi­stöðu Ís­lands gegn Slóveníu í kvöld. Segir það draumi líkast að vera í bar­áttu um fyrsta sæti riðilsins og um leið þátt­töku á HM. Við taki krefjandi en spennandi verk­efni.

Glódís Perla reyndist íslenska liðinu drjúg fyrir framan markið í dag. Tvö mörk skoruð og engin fengin á sig. Sannkallaður draumaleikur. Fréttablaðið/Anton Brink

Miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir var að vonum sátt með sigur íslenska landsliðsins í kvöld en liðið vann Slóveníu 2-0 og tryggði sér með sigrinum toppsæti riðilsins í undankeppninni fyrir HM í Frakklandi á næsta ári.

„Það er bara ótrúleg gleði að vera búnar að koma okkur í þá stöðu að vera á toppnum í riðlinum og vera að fara spila úrslitaleik hérna 1. september á móti Þýskalandi,“ segir Glódís Perla í samtali við Fréttablaðið að leik loknum.

Þolinmæðin vann allar þrautir íslenska liðsins

Slóvenska liðið spilaði fast og lá aftarlega framan af leik. Glódís segir íslenska liðið hafa búist við því og var því ekkert annað í stöðunni en að sýna þolinmæði.

„Við vorum búnar að tala um að þótt við værum ekki búnar að skora eftir tíu mínútur að þá skipti það ekki máli. Þetta myndi allt koma á endanum.“

Glódís skoraði bæði mörk liðsins og hélt hreinu í vörninni. Ekki amalegt. Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, sagði í samtali við Fréttablaðið að hann hefði látið Glódísi heyra það aðeins í hálfleik og beðið hana að fara fram. Hún hafi því svarað kallinu.

Vilja fylgja eftir karlaliðinu og fara á HM

„Ég varð að gera það. Það var gaman að skora tvö. Ég á ekki allan þáttinn í mörkunum, þetta voru líka frábærar fyrirgjafir.“

Draumurinn sé að komast á HM í Frakklandi og er það ekkert launungarmál að það hafi alla tíð verið markmiðið.

„Þetta var markmiðið en við vissum að þetta væri stór draumur. Mann verður að dreyma stórt. Það er gaman að vera komnar í þessa stöðu. Núna eigum við möguleika á stóra stóra draumnum - að komast á HM,“ segir Glódís og bætir við að það komi smá fiðringur við að sjá karlalandsliðið taka þátt í Rússlandi núna.

„Það gefur manni smá fiðring í magann. Það er geggjað að fylgjast með þeim. Okkur langar bara að fylgja þeim eftir og fara á næsta ári,“ segir Glódís að lokum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Freyr: Mark­miðið að vinna Þjóð­verja og fara á HM

Fótbolti

Ís­land upp fyrir Þýskaland á topp riðilsins

Fótbolti

Boateng til Barcelona

Auglýsing

Nýjast

NFL-stjarna kíkti á Gullfoss

Fyrsta tap Kristjáns kom gegn Noregi

„Ekki hægt að biðja um betri byrjun“

Elín Metta með tíu landsliðsmörk

Elín Metta á skotskónum á Spáni

Veðja aftur á varaliðsþjálfara Dortmund

Auglýsing