Fótbolti

Glódís framlengir við Rosengård

Miðvörðurinn úr Kópavoginum, Glódís Perla Viggósdóttir, hefur framlengt samning sinn við Rosengård.

Glódís skorar í landsleik Íslands og Slóveníu fyrr á árinu. Fréttablaðið/Anton

Landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Rosengård.

Glódís, sem er 23 ára, gekk í raðir Rosengård frá Eskilstuna United eftir Evrópumótið 2017.

„Ég er ánægð með að hafa framlengt samninginn við Rosengård. Ég hlakka til næstu tveggja ára og að halda áfram að þróast sem leikmaður í góðu og metnaðarfullu umhverfi,“ segir Glódís á heimasíðu Rosengård.

Þegar þrjár umferðir eru eftir af sænsku úrvalsdeildinni er Rosengård í 2. sæti, þremur stigum á eftir toppliði Piteå.

Glódís hefur leikið alla 19 deildarleiki Rosengård á tímabilinu og skorað fjögur mörk.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Þjálfari Slóveníu rekinn fyrir að gagnrýna Oblak

Fótbolti

Mbappe vonast til að fara á Ólympíu­leikana árið 2020

Fótbolti

Rubin Kazan bannað frá Evrópukeppnum

Auglýsing

Nýjast

Magnaður endasprettur skilaði Haukum sigri

Keflvíkingar niðurlægðu granna sína

Tindastóll og Njarðvík áfram með fullt hús

Öll íslensku liðin komin í úrslit

Fram ræður þjálfara

Frumraun LeBron með Lakers í nótt

Auglýsing