Mohamed Salah hefur skrifað undir nýjan samning við Liverpool. Samningurinn gildir til þriggja ára.

Framtíð Salah hefur verið í umræðunni lengi en hann átti ár eftir af samningi sínum við félagið.

Nú er hann hins vegar búinn að skuldbinda sig félaginu áfram.

Ljóst er að þetta eru afar góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Liverpool. Egyptinn hefur raðað inn mörkum fyrir félagið undanfarin ár.