Brittney Griner er gengin í raðir Phoenix Mercury á nýjan leik. Hún skrifar undir eins árs samning. Þjálfari liðsins segir alla hjá félaginu himinnlifandi með að fá Griner aftur til sín, en hún varð laus úr haldi Rússa undir lok síðasta árs.

Körfuboltakonan Griner hafði verið í haldi Rússa frá því í febrúar á síðasta ári. Í ágúst var hún dæmd í níu ára fangelsi af rússneskum dómstólum fyrir að hafa ,,vísvitandi komið með kannabisvökva í rafsígarettu til Rússlands þrátt fyrir að þau væru ólögleg," eins og sagt var í úrskurði dómstóla.

Griner fékk hins vegar að fara aftur heim til Bandaríkjanna eftir að landið gerði fangaskipti við Rússa. Í stað Griner fengu Rússar vopnasalann alræmda Viktor Bout.

Griner hefur verið hjá Phoenix Mercury síðan 2013 en frá því 2014 hafði hún leikið í Rússlandi á meðan tímabilið í Bandaríkjunum var ekki í gangi.

„Þetta er frábær dagur fyrir okkur öll,“ segir Jim Pitman, þjálfari Phoenix Mercury.

„Við söknuðim BG á hverjum degi á meðan hún var ekki hér. Það var ekki bara körfuboltatengt. Við söknuðum þess að hafa hana á vellinum, í klefanum, í kringum félagið og samfélagið “