Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, sýndi snilldar tilþrif í leik Valencia gegn Panathinakos í Euro League sem fram fór í gærkvöldi.

Valencia fór með sigur af hólmi í leiknum en Martin skoraði 13 stig í leikn­um, auk þess að rífa niður þrjú frá­köst og gefa fjór­ar stoðsend­ing­ar.

Ein af stoðsendingunum fjórum var einkar hugguleg en hann tók þá frákast eftir eigið skot og leysti afar vel úr þröngri stöðu sem hann var kominn í.

Myndskeið af sendingu Martins má sjá hér að neðan: