Gísli Þorgeir gekk til liðs við Magdeburg frá Kiel í janúar árið 2020 og hefur spilað tólf leiki með liðinu á tímabilinu og skorað 24 mörk.

Magdeburg er sem stendur í 1. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 26 stig og hefur ekki tapað leik á tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni.

Auk Gísla Þorgeirs skrifuðu þeir Marko Bezjak og Michael Damgaard einnig undir nýja samninga.

Gísli Þorgeir er hluti af 35 manna hópi íslenska karlalandsliðsins fyrir Evrópumótið sem fer fram í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar. Landsliðið kemur saman til æfinga á Íslandi 2. janúar nk. og leikur tvo vináttulandsleiki við Litháen á Ásvöllum í Hafnarfirði 7. og 9. janúar. Strákarnir okkar halda svo til Búdapest í Ungverjalandi þar sem liðið mun leika í B-riðli ásamt Portúgal, Hollandi og Ungverjalandi. Tvö efstu liðin komast áfram í milliriðil en hann fer einnig fram í Búdapest.