Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta fór meiddur af velli í leik með Magdeburg gegn Füchse Berlin í þýsku efstu deildinn í dag.

Óttast er að Gísli Þorgeir hafi meiðst alvarlega á vinstri öxl en hann var fluttur sárþjáður af leikvelli á sjúkrabörum.

Líklegt er að leikstjórnandinn hafi farið vinstri axlarlið en hann hefur áður átt við alvarleg meiðsli á hægri öxl að stríða. Það kemur hins vegar í ljós hvers eðlis meiðslin eru eftir skoðun hjá lækni.

Magdeburg hafði betur í leiknum, 29-24, og er í öðru sæti deildarinnar eftir þann sgiru. Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir skoraði tvö mörk áður enn hann þurfti að hætta leik.